Um framtakið

Þetta átak til fjármögnunar Vigdísarstofu á rætur í Vinum Vigdísarstofnunar, óformlegri hreyfingu áhugamanna sem setti sér það hlutverk að kynna áætlanir um byggingu Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.  Nú þegar ljóst er að byggingin mun rísa, hafa Vinir Vigdísarstofnunar ákveðið að taka höndum saman um að afla fjár til þess að Vigdísarstofa verði sem best úr garði gerð, og jafnframt að gefa þjóðinni kost á að eignast hlutdeild í henni. Ábyrgðarmaður átaksins er Ragnheiður Jóna Jónsdóttir.